Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Nautnalegt ávaxtapæ

Þessi baka er orðin ein af mínu uppáhalds. Uppskriftin varð til þegar ég fann mjög girnilega uppskrift að rabbarbaraböku hjá Eldhússögum, sem er eitt af mínum uppáhaldsbloggum. En þegar ég kíkti í frystinn þá fann ég engan rabbarbara en fullt af frosnum ávöxtum og síðan bætti ég við hér og þar í uppskriftinni, þannig á endanum þá var þetta bara annar réttur. Einn daginn þá verð ég að prófa upprunalegu uppskriftina 🙂

Innihald

 • 500 g frosnir ávextir
 • 2 perur
 • 1 msk kartöflumjöl
 • 1 dl sykur + 1 msk
 • 1 dl púðursykur
 • 2 dl haframjöl
 • 2 dl hveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 dl ljóst síróp
 • 125 g smjör
 • 1/2 dl rjómi
 • 3-4 msk grófur kókos
 • 100-300 gr suðusúkkulaði
 1. Skerið perurnar niður í bita og dreifið í stórt form. Takið svo frosnu ávextina og dreifið yfir. Gott er að mylja þá ávextina aðeins niður, annaðhvort að saxa á skurðbretti (mæli ekki með því, þar sem safinn fer út um allt) eða bara kreysta þau með höndunum.
 2. Dreifið 1 msk af kartöflumjöli og sykri yfir ávextina.
 3. Skellið rjómanum og smjörinu saman í potti og bræðið.
 4. Blandið saman púðursykri, sykri, haframjöli, hveiti, lyftidufti, sírópi og smjör/rjómablöndunni. Leyfið að kólna.
 5. Saxið niður 100-300 gr af suðusúkkulaði. Magn fer eftir hversu mikilli súkkulaðifíkill þú ert. Venjulegt fólk hefði sett 100 gr, annað fólk sem ákveður að gera vel við sig setur 200 gr en forfallnir súkkulaðifíklar (sem ég er) setja 300 gr!
 6. Þegar blandan hefur kólnað blandið þá súkkulaðinu saman við og myljið yfir ávextina.
 7. Að lokum stráið þið kókos yfir allt og skellið inn í ofn við 150°c í 40-50 mín.
 8. Þetta er ljúffengt eitt og sér en alveg guðdómlegt með rjóma eða vanilluís!

Mæli eindregið með að kíkja inn á Eldhússögur á upprunalegu uppskriftina eða bara til að vafra. Mjög flottar uppskriftir þarna inni!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 20.11.2015 by in Eftirréttir.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: