Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Blómkálsmús – kom skemmtilega á óvart.

Eftir viku af grænmetisréttum þá ákváðum við að hafa kjöt í sunnudagsmatinn. Ég viljandi sleppti því að segja eiginmanninum að ég ætlaði að „testa“ blómkálsmús með matnum, því hingað til þegar ég er með einhverja blómkálsrétti með matnum þá horfir hann á mig eins og til að segja „af hverju gerirðu mér þetta fyrst þú elskar mig?“.

En blómkálsmúsin kom verulega á óvart og þetta er pottþétt eitthvað sem við gerum aftur með matnum! Ég er ekki með neinar myndir af ferlinu, því í sannleika sagt þá bjóst ég ekki við því að þetta mundi heppnast.

Blómkálsmús

  • 1 blómkálshaus
  • Smjör
  • Salt og pipar
  1. Skerið hausinn í ágætlega stóra bita og sjóðið. Trikkið við þessa mús er að sjóða blómkálið vel og lengi, nánast mauksjóða. Því maður vill ekki finna fyrir að það sé kornótt.
  2. Skellið í matvinnsluvél með 2-5 msk af smjöri (fer eftir stærð hausins, ég var með miðlungsstórann og notaði 2.5 msk). Maukið vel og lengi.
  3. Skellið salt og pipar saman við. Smakkið vel og farið varlega í saltið. Blómkálið er svo bragðlítið að það þarf ekki mikið salt.
  4. Apply to face. Einstaklega gott með svínahnökkum og salati eins og var í matinn hjá okkur.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 12.1.2014 by in Grænmetisréttir, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: