Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Nautasteik með hasselback kartöflum

Littla fjölskyldan okkar hefur það fyrir vana að gera vel við okkur á útborgunardegi, oftast þýðir það að við kíkjum út að borða í kvöldmat. Við kíkjum vanalega á einhverja kósí fjölskyldustaði eins og Ruby Tuesday, Friday’s eða Saffran. Þennan útborgunardag þá langaði okkur eiginlega að halda okkur heima þar sem veðrið er alveg snarvitlaust!

Við þá fukum út í búð með það í huga að kaupa eitthvað extra gott en erum þreytt eftir vikuna svo við vildum ekki að það yrði tímafrekt. Fyrir valinu var nautasteik ásamt hasselback kartöflum og bernaise sósu. Þetta var svo auðvelt og rosalega fljótlegt að ég er fegin að við kíktum ekkert út, ég mundi telja að frá upphafi til enda þá hafi eldamennskan staðið yfir í 30 mínútur. Svo var þetta MUN ódýrara en ef fjölskyldan hefði farið út að borða og hefðum að sjálfsögðu ekki fengið eins fínan mat.

Ég ákvað ekki að blogga um þetta fyrr en þetta var nánast tilbúið svo ég er ekki með neitt úrval af myndum. Hafið í huga að þetta er flýtileið að góðri steikarmáltíð svo ekki dæma mig fyrir að hafa keypt forsoðnar kartöflur og pakkasósu 😛 Svo var þetta svo auðvelt að ég skrifa bara lítilega um hvern part.

Nautasteik: ég keypti 2 sneiðar af nautainnlæri. Setti örlitla olíu á hverja hlið og kryddaði vel með salt og pipar. Svo steikti ég þær á mjög heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið. Hér er hægt að finna leiðbeiningar hvernig á að steikja eftir smekk hvers og eins. Passið bara tvennt; annað er að ekki taka steikina beint úr ísskáp og setja á pönnu, leyfið henni helst að ná stofuhita. Svo að leyfa steikina að hvílast í smástund eftir að hún er steikt.

 

Hasselback kartöflur: ég keypti forsoðnar grillkartöflur til að flýta fyrir. Þannig að ég hitaði ofninn í 190°c, setti kartöflurnar á plötuna og skar í þær. Það þarf að passa að skera ekki alveg í gegn, til þess að passa upp á það þá getur maður lagt t.d matarprjóna sitt hvorum megin við kartöfluna og skorið svo. Það er gott að fylla í hann með osti sem bráðnar ekki alveg út um allt svo ég stakk í hann Grana Padano osti (svipaður og parmesan), á eftir því hellti ég örlítið af bráðnuðu smjöri yfir og kryddaði vel með salt og pipar. Yfir þetta allt dreifði ég smá af venjulegum osti. Þá inn í ofn þangað til osturinn er orðin gullinn og girnilegur.

Með þessu hafði ég….ehm….bernaise pakkasósu!

Fyrir allt þetta borguðum við 3.362kr og tók innan við hálftíma að gera.

  • Ungnauta innralæri = 2.471 kr (2 stórar sneiðar, 1 cm á þykkt)
  • Bernaise sósa = 176 kr
  • Forsoðnar bökunarkartöflur = 317 kr (4 stórar kartöflur)
  • Gran Padano ostur = 398 kr ( í flögum)

Ég afsaka léleg myndgæði, ég flýtti mér of mikið að taka mynd!

1305320_10152146017575830_1291263946_n 1278485_10152146017340830_1043818468_n

 

Auglýsingar

One comment on “Nautasteik með hasselback kartöflum

  1. Ó guð Anna – ég er með matarást á þér, eða ykkur fjölskyldunni !

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 30.8.2013 by in Kjöt og hakk, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: