Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Chicken Pot Pie

Núna er fyrsta bloggfærslan okkar í þónokkurn tíma og það á ársafmæli bloggsins okkar. Ekki datt mér í hug að síða sem ég ákvað að halda úti  til að geyma uppskriftir mundi fá svona mikla athygli. Það hefur verið lítið um nýjar og spennandi uppskriftir hjá okkur þessa dagana þar sem við höfum verið alveg á haus allt sumar! En ég er að koma mér í gírinn aftur og eyði kvöldunum mínum að horfa á matreiðsluþætti með glósubók mér við hlið.

Þessi uppskrift fann ég eftir að hafa horft á þátt með Nigellu Lawson. Hún er einn af uppáhalds sjónvarpskokkunum mínum, held að það sé vegna þess að eins og ég, þá er hún frekar klaufsk við eldamennskuna stundum en kemur frá sér ætum mat 😉

Chicken Pot Pie

 • Kjúklingur – í uppskriftinni notar Nigella úrbeinuð kjúklingalæri (u.þ.b 5)  en mér fannst þessi uppskrift kjörin fyrir afgangs kjúkling. Í gær þá kipptum við með okkur elduðum kjúkling frá Nóatúni og voru báðar bringur og annað læri borðað. Hitt lærið, kjötið af vængjunum og að plokka afganga af var alveg nóg í þennan rétt. Þetta er að sjálfsögðu snilldaraðferð til að nota afgangs kjúkling.
 • Beikon – ég notaði heilt bréf en það er alveg hægt að komast upp með að nota hálft. Er samt einhverntíman of mikið af beikoni?
 • Sveppir – ein askja. Sveppirnir voru frekar smáir svo ég skar þá bara í tvennt.
 • Rjómi – ef maður vill hafa réttin aðeins léttari þá er hægt að sleppa rjómanum.
 • Soð – ég notaði vatn og tilbúin fljótandi nautakraft (ég átti ekki kjúklingakraft). Það er líka hægt að kaupa tilbúið soð í fernum í mörgum búðum.
 • Búlgur – hérna þá getur hver notað það sem maður vill, hrísgrjón, búlgur, couscous eða eitthvað. Í upphaflegu uppskriftinni þá var ekki neitt svona en mig vantaði eitthvað sem mundi þykkja sósuna og draga vel í sig bragð.
 • Smjördeig – þetta var fyrsta skipti sem ég notaði smjördeig og ég fann þetta bara í Krónunni við hliðiná pizzabotnum.
 • Krydd – ég notaði ferskar kryddjurtir í glugganum mínum, basil og salvíu en það er hægt að nota flest í þennan rétt finnst mér. Svo notaði ég vel af pipar. Það þarf ekki salt því það kemur úr soðinu.
 • Hveiti – Ég notaði 2-3 msk af hveiti til að þykkja sósuna.
 1. Steikjið beikon á pönnu. Ég notaði bara skæri til að klippa það niður í ca 1 cm bita.
 2. Skerið sveppina (ekki í sneiðar heldur svona chunks) og dembið þeim út á þegar beikonið hefur brúnast.
 3. Það fer eftir því hvort að þið notað ferskan kjúkling eða afganga. Ef þið notið ferskan kjúkling þá þarf að steikja hann á sérpönnu en ef þið eru með afganga þá skerið hann niður í munnbita og blandið saman við.
 4. Blandið saman soði (þar sem ég notaði líka rjóma þá sett ég bara um 3-4 dl af soði) og skellið búlgum út í.
 5. Leyfið þessu að malla með búlgunum í ca 5 mínútur en svo klárast það að eldast þegar inn í ofn er komið.
 6. Bætið rjóma út í (ég notaði ca 2 dl en þetta fer allt eftir hversu „creamy“ þú vilt hafa þetta) og kryddi/kryddjurtum. Bætið hveiti út í til að þykkja sósuna, gott að setja bara smá í einu þangað til að þykktin sem þú vilt er komin.
 7. Skellið gúmmelaðinu í eldfast mót (það er hægt að nota svona einstaklingsmót eins og ég en ef þið eigið það ekki þá dugar alveg jafn vel venjulegt eldfast mót). Setjið svo smjördeigið yfir og inn í ofn í 12-20 mínútur. Maður sér hvenær það er tilbúið því deigið verður gullið og gorgeus!
 8. Apply to face! Þetta er æðislegur comfort food í svona köldu veðri eins og hefur verið í dag!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 8.8.2013 by in Kjúklingur.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: