Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Heimatilbúnar tortilla pönnukökur – 4 hráefni

Við gerum frekar oft burrito/tortilla/quasedillas hérna heima. Bæði út af því þetta er rosa góð leið til að tæma úr grænmetisskúffunni og að þar sem annar nautnaseggurinn er bóndasonur þá eigum við oft mikið til að lambahakki. Nýlega þá ákvað ég að athuga hversu erfitt væri að gera heimatilbúnar tortilla pönnukökur og komst að því að það er FREKAR auðvelt! Stærstu ástæður fyrir því að mér finnst betra að gera heimatilbúnar er að mér fannst þetta farið að verða svolítið dýrt (6-8 pönnukökur á 400-500kr) og að það er stórfurðulegt hvað þetta geymist lengi í þessum plastumbúðum, ég fíla ekki að gefa fjölskyldu minni mat sem geymist svona svakalega.

Þessi uppskrift er nóg í 12 pönnsur.

Hráefni

 • 6 bollar hveiti
 • 1.5 tsk lyftiduft
 • 1,5 bolli vatn
 • 3 msk olía
 • Örlítið salt
 1. Skellið öllu þurrefni í skál.
 2. Gerið smá brunn í miðjunni og setjið olíuna og vatnið.
 3. Hrærið vökvanum smám saman við þurrefnið og þegar það er búið að blandast saman, þá tekur maður það upp úr skálinni og hnoðar saman þangað til það er komið fínt deig.
 4. Leyfið deiginu að slaka á í ca korter.
 5. Skiptið deiginu í 12 parta.
 6. Takið hvern part og fletjið út eins þunnt og mögulegt er.
 7. Steikjið hverja pönnuköku á pönnu báðum megin þangað til hún er brún. Skellið röku viskustykki yfir pönnukökurnar á meðan hinar eldast.
 8. Skellið allskyns gúmmelaði ofan á and apply to face!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 27.5.2013 by in Bakstur.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: