Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Fylltar sætar kartöflur í hollara lagi

Þar sem sumum langaði ekki í grjónagraut í kvöldmat þá ákvað ég að gera eitthvað handa mér einni. Ég er með einhverja vibbalega flensu, þannig að maturinn varð að vera svakalega auðveldur og fyrirhafnarlítill. Líka þegar maður er svona veikur þá er kolvetnisríkur comfort food alveg málið.

Ég gramsaði í skápum og ísskáp og fann baunir, kotasælu, ost, rauðlauk og rósakál. Frábært, gluðum þessu öllu inn í kartöflu og köllum þetta kvöldmat!

En í alvöru talað (því ég grínast ekki með mat) þá er svona fylltar kartöflur mjög seðjandi, og ef maður setur þetta rétt saman, hollur matur. Það þarf ekki að sáldra beikoni yfir eða blanda rándýrum osti saman við eða álíka. Það skaðar heldur ekki hvað þetta er ódýrt. Ef maður hefur gott salat með þá dugar ein kartafla fyrir 2 fullorðna.

Fyllt sæt kartafla

Það má nota hvað sem er sem fyllingu, bara það sem er til í ísskápnum. Persónulega finnst mér möst að vera með einhverskonar baunir, kotasælan er góð til að halda þessu léttu og síðan er hægt að setja grænmeti í sem þið eigið í ísskápnum.

 • Sæt kartafla
 • Maís
 • Baunir (ég notaði „mixed baunir“, það voru nýrnabaunir og hvítar baunir)
 • Rauðlaukur
 • Rósakál
 • Kotasæla
 • Ostur
 1. Skerið kartöfluna langsum og skellið í ofnin við 180°c þangað til hún er elduð í gegn.
 2. Á meðan kartaflan eldast þá sker maður niður og léttsteikir grænmetið. Mér finnst gott að léttsteikja það, því það á eftir að eldast örlítið í ofninum og ég vil hafa smá „krönsj“.
 3. Skellið öllu sem á að fara í fyllinguna í skál og blandið vel saman. Með þessu þá notaði ég hálfa stóra dós af kotasælu og fannst það mátulegt.
 4. Þegar kartaflan er elduð takið þá ísskeið og skafið innihaldið úr. Sumir skera bara í kartöfluna og leggja fyllinguna ofan á en persónulega finnst mér ekki gott að vera búin kannski með fyllinguna og eiga síðan bara slatta af solid kartöflu eftir.  Stappið kartöfluna og blandið henni saman við fyllinguna. Það fer eftir smekk fólks hvort þið viljið nota alla kartöfluna. Kryddið með salt, pipar og það sem mér finnst ómissandi cayenne pipar, ég er ekki hrifin af sterkum mat en það virkar bara svo vel með sætum kartöflum.
 5. Skellið gúmmelaðinu ofan í kartöfluna og setjið inn í ofn. Eldið þangað til hún brúnast örlítið ofan á.
 6. Berið fram með fersku salati og grískri jógúrt.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 14.4.2013 by in Grænmetisréttir.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: