Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Ostafylltar kjúklingabringur með silkimjúkri, sætri kartöflumús og salati

Eftir smá pásu hafa Nautnaseggirnir að ákveðið að pæla meira í matnum sem þeir borða. Það er alltaf best þegar maður gerir allt frá grunni og hugsar aðeins um hvað maður setur ofan í sig. En þegar maður dettur í svaka hollustu eftir pásu þá vantar oft alltaf smá sukk með. Þannig að kjúklingabringa, sætar kartöflur og salat verður að:

Fyllt kjúklingabringa með gráðost, velt upp úr pestó og dukkah, silkimjúk sætkartöflumús og salat.

Fylltar kjúklingabringur með gráðost, veltar upp úr pestó og dukkah.

 • Kjúklingabringur
 • Gráðostur
 • Dukkah, má sleppa ef þetta er ekki eitthvað sem kitlar ykkur (þetta er muldar hnetur og fræ ástamt kryddi, fæst í öllum búðum)
 • Grænt pestó
 1. Skerið rauf í bringurnar. Best er að leggja aðra hendina ofan á bringuna og nota hina til að skera (farið varlega!).
 2. Troðið gráðosti (eða bara einhverjum góðum osti) inn í bringurnar. Mér fannst ekki þörf að sauma fyrir svo ég sleppti því.
 3. Takið bringuna í aðra hendina og notið hina til að maka pestóinu á hana. Veltið henni svo upp úr dukkah.
 4. Setjið í eldfast form og inn í ofn í 30-45 mínútur (fer eftir ofninum).

Silkimjúk sætkartöflumús

Ég eldaði með vinkonum mínum um daginn og ein þeirra notaði þessa aðferð við að gera músina. Alveg tryllingslega gott.

 1. Sjóðið kartöflurnar og látið síðan leka vel af þeim.
 2. Miðað við mína reynslu þá er ekki hægt að gera þetta nema að vera með töfrasprota eða matvinnsluvél. Bætið 1msk af smjöri fyrir hverja kartöflu út í pottinn/skálina og maukið í drasl!
 3. Þegar músin er orðin alveg silkimjúk má bæta múskati út í. Magn fer eftir smekk, svo farið bara varlega í þetta.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 11.4.2013 by in Kjúklingur, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: