Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Eggaldin ídýfa og heimagerðar tortilla flögur

Þar sem annar Nautnaseggurinn var að koma úr svaðalegri tannlæknaferð þá voru uppi sérþarfir um snarl. Beiðnin var um eitthvað mjúkt en hollt. Þannig að rétt fyrir miðnætti var byrjað á því að útbúa eggaldinídýfu. Þegar hún var tilbúin áttuðum við okkur á því að það var ekkert til að borða hana með. Svo það var ákveðið að búa til heimatilbúnar tortillaflögur.

Eggaldinídýfa

 • 2 Eggaldin
 • 6 hvítlauksrif
 • 3 msk olía
 • 3 msk sítrónusafi
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 4 msk tahini
 • 1 tsk paprika
 1. Skerið raufir í eggaldinið og ýtið hvítlauksrifunum inn.
 2. Skellið eggaldinu inn í 200°C heitan ofn í 30 mínútur. Snúið þeim þegar tíminn er hálfnaður.
 3. Þegar eggaldinið hefur kólnað örlítið þá skerið þið í það og skafið kjötið innan úr því í skál.
 4. Maukið aldinið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið öllu hinu saman við og maukið örlítið meira.
 5. Borðið með heimatilbúnum tortilla flögum.

Heimatilbúnar tortilla flögur

 • Tortilla pönnukökur
 • Olía
 • Salt
 1. Skerið tortilla pönnukökurnar í helming og síðan í „flögu stærðir“.
 2. Skellið þessu á ofn plötu, hellið olíu yfir og stráið með grófu salti og veltið þeim um með höndunum.
 3. Skellið inn í ofn í 10 mínútur.
 • Þriðja skrefið fór örlítið úrskeiðis hjá okkur. Þegar kokkurinn er vel verkjalyfjaður þá er tímataka ekki hans sterkasta hlið. Svo þegar annar nautnaseggurinn fór inn í eldhús þá heyrðist bara: „MADDI! REYKUR!“. Eitthvað af þessu var alveg ætt en hefði samt verið mun betra ef við hefðum ekki nánast kveikt í þessu.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 16.1.2013 by in Snarl.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: