Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Djúsí börger og heimatilbúið hrásalat

Suma daga þá nennir maður ekki að fá sér kjúklingabringu eða salat eða álíka. Suma daga þá verður maður að fá sér eitthvað djúsí, held að það standi einhverstaðar í einhverju merku riti.

Ég held að flestir kunna að búa til heimatilbúna hamborgara, þetta innlegg er fyrir þá sem kunna það ekki eða bara fyrir þá sem vilja nýja aðferð.

IMG_0439

Djúsí börger

 • Hakk
 • 2 egg
 • 2-3 lúkur af Ritz kexi
 • Laukur, saxaður smátt
 • Graslaukur (má sleppa, átti hann bara til í ísskápnum)
 • Ýmislegt krydd. Ég notaði salt, pipar, parikukrydd og hvítlaukskrydd.
 1. Slembið þessu öllu í skál og blandið saman með höndunum. Þegar þetta er allt samanblandað takið þá ca handfylli og búið til kringlóttan (eða ferkantaðan, whatever floats your boat) börger. Mér finnst voða gott að hafa þá frekar littla og þunna. Aðalástæðan er að það komast fleiri á pönnuna og svo nenni ég alls ekki að steikja mjög þykka hamborgara, tekur forever!
 2. Fer eftir hversu þykkir þeir eru en það dugaði fyrir mína að steikja þá í ca 4 mínútur á hvorri hlið.

Hamborgarasósa

 • Hreint jógúrt
 • Sætt sinnep (má líka nota Dijon)
 • Chili tómatsósa
 1. Blandið saman eftir smekk en er gott að blanda sinnepinu varlega saman við þar sem það er svo bragðsterkt.
 2. Slettið á börgerbrauðið

Þegar ég bý til hamborgara þá kíki ég oftast bara inn í ísskáp til að athuga hvað ég hef með þeim, í þetta skiptið var það:

 • Egg – steikt báðum megin en samt með smá runny rauðu
 • Ruccola kál
 • Rauð paprika
 • Sultaður rauðlaukur (þetta er kannski ekki eitthvað sem margir eiga í ísskápnum en mæli með að fólk prófi þetta á hamborgarann, þetta er mjög gott!)

Einnig gerði ég heimatilbúið hrásalat, því miður var ég svo utan við mig þá gleymdi ég að taka það úr ísskápnum svo það er ekki á lokamyndinni. En mundi eftir því í tíma fyrir að eiginmaðurinn fengi sér með sínum mat 🙂

Hrásalat

Þessa uppskrift fann ég inn á Heilshugar sem er eitt af mínum uppáhalds matarbloggum. Rosalega auðvelt að gera og rosalega ferskt og gott. Uppskriftin er tekin beint af síðunni þeirra.

2 gulrætur (rifnar)
100 gr kálhaus
½ gúrka
½ dós 5-10% sýrður rjómi
1 tsk sinnep (má sleppa)
1 dós ananaskurl
salt + pipar eftir smekk
grænmeti saxað smátt og blandað saman ásamt sýrða rjómanum, sinnepi og kryddi.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

2 comments on “Djúsí börger og heimatilbúið hrásalat

 1. ardisbj
  7.1.2013

  Krúttaralegur sultaður rauðlaukur 😉

 2. Margrét
  7.1.2013

  Líka mjög gott að setja smá safa af súrum gúrkum útí svona hamborgarasósu og jafnvel saxa smá af súrum gúrkum útí…gefur ótrúlega gott bragð.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 7.1.2013 by in Kjöt og hakk, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: