Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Pasta carbonara

Það er afar auðvelt og fljótlegt að útbúa pasta með carbonara sósu. Þetta er vinsæll og góður réttur og Google leit skilar manni fjölmörgum girnilegum uppskriftum, sem þó eru flestar nokkuð svipaðar enda er óþarfi að finna upp hjólið í hvert sinn. Hér á eftir fylgir uppskrift sem dugar í mat fyrir 4.

Hráefni

 • 500 gr þykkt beikon
 • 500 gr pasta, t.d. taglatelle eða spaghettí
 • 6 eggjarauður
 • 1/4 ltr rjómi (það má gjarnan nota matreiðslurjóma)
 • 100-120 gr paramesan ostur, niðurrifinn
 • Ólífuolía
 • Salt
 • Pipar

Aðferð

 1. Skerið beikonið í bita. Það er best að kaupa lítið stykki af beikoni, t.d. hjá Pylsumeistaranum á horninu á Hrísateig og Laugalæk. Ekki láta sneiða stykkið niður því það er svo skorið í passlega munnbita. Í þetta sinn notaði ég samt extra þykkt bacon frá Ali og það var mjög gott.
 2. Steikið beikonið og haldið því heitu.
 3. Meðan beikonið er að eldast, setjið upp vatn fyrir pastað og saltið aðeins í pottinn þegar vatnið nær suðu. Sjóðið síðan pastað samkvæmt eldunarleiðbeiningum á pakkanum, en það ætti að taka um það bil 8-10 mínútur.
 4. Vippið 6 eggjarauðum saman í skál og hrærið saman við 250 ml (eða svo) af rjóma og niðurrifinn paramesan ostinn. Piprið vel (það er alveg óþarfi að salta þetta, því beikonið sér alveg um að það sé gott saltbragð af matnum).
 5. Þegar pastað er soðið, er vatninu hellt af og slurk af ólífu olíu hellt yfir (svo pastað loði síður saman). Síðan er beikoninu og eggjablöndunni blandað vel saman við pastað í pottinum.
 6. Hitinn af pastanu og beikoninu ætti að vera nóg til að elda sósuna. Það má líka hafa smá hita á hellunni meðan þessu er hrært saman til að klára réttinn. Passið bara að hafa lágan hita, því annars breytist sósan bara í eggjahræru – fer í kekki og verður ekki eins góð.
 7. Berið fram með góðu klettasalati, hvítlauksbrauði og restinni af paramesan ostinum.

Það er mjög gott að drýgja réttinn með því að steikja sveppi upp úr beikonfeitinni og blanda þeim saman við í lokin.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 28.12.2012 by in Pasta.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: