Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Afgangs jólamatur nýttur í tartalettur

Það er tvennt sem flestir eiga nóg af eftir jólin, rjómi og hamborgarhryggur! Þetta er frábær réttur til að nota afgangana og fyrir þá sem nenna ekki að borða upphitaðan hamborgarhrygg fram að áramótum. Frá því að ég og hinn nautnaseggurinn byrjuðum sambúð fyrir 9 árum þá hef ég eldað þetta á hverju ári á milli jóla og nýárs. Uppskriftin hljómar örlítið flókin en það er ómögulegt að klúðra henni!

Tartalettur með afgangs hamborgarhrygg og sveppum.

 • 250 gr sveppir úr dós
 • 250 gr skinka eða afgangur af hamborgarahrygg
 • 1 peli rjómi
 • 50 gr smjör
 • 2 stórar msk hveiti
 • salt,pipar og sítrónusafi úr belg
 • Tartalettur

-Það er hægt að nota líka jólaskinku, bayonneskinku eða hangikjöt (ef þið notið hangikjöt, þá má sleppa alveg að salta sósuna).

-Þar sem ég átti ekki sveppi í dós þá notaði ég ferska sveppi, steikti þá og bjó síðan til smá soð úr vatni og broti af grænmetistening.

-Ég átti svo mikið kjöt eftir og var með fólk í mat, svo ég gerði tvöfalda uppskrift.

 1. Smjörbolla gerð smjöríki+hveiti, síðan er rjóminn og soðið af sveppunum sett saman við og látið sjóða saman.
 2. Bragðbætt með salti, pipar og sítrónusafanum.Skinkan skorin í bita og henni og sveppunum bætt út í jafninginn.
 3. Setjið gumsið í tartaletturnar.
 4. Skellið þeim síðan inn í heitan ofn í 5-10 mínútur, bara til að brúna formin aðeins.
 5. Apply to face!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 26.12.2012 by in Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: