Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Hægeldað lambalæri

Vorum að enda við að borða sjúklega meyrt og gómsætt lambalæri! Ætlaði að deila með ykkur aðferðinni við eldamennskuna því þetta kom mjög vel út.

Mig hefur lengi vel langað að hafa hægeldað lambalæri í matinn en hef einhvernmegin aldrei verið fyrirhyggjusöm eða haft tíma í þetta. En þar sem ég er bara heima þessa dagana að læra fyrir próf þá ákvað ég að láta verða að því.

Klukkan hálf ellefu í morgun  byrjaði ég að „preppa“ kjötið. Ég byrjaði að skera af fituna þar sem var allt of mikið, það verður að hafa nóg til að gefa kjötinu smá „djúsíness“ en ég fíla ekki að hafa þykka parta af fitu. Svo stakk ég örlítið gat í kjötið og stakk einu hvítlauksrifi, setti um 10 rif víðsvegar á lærinu. Þegar þetta var búið „drisslaði“ ég smá olíu yfir kjötið og kryddaði eins og vindurinn. Setja bara það sem fólki finnst gott, basic að setja salt og pipar sem er eitthvað sem allir eiga. Í botninn á fatinu þá setti skorið grænmeti, bara það sem ég átti inn í ísskáp. Þar sem ég var ekkert að nenna að fylgjast með kjötinu þá stakk ég bara hitamælir í það, hérna er góður listi yfir hver kjarnhiti eigi að vera.

Svo er að stinga þessu inn í ofn við lágan hita í 7 klst! Ég hafði það á 90°c í fyrstu 4-5 klst en lækkaði svo niður í 75°c afganginn af tímanum. Eftir 6,5 klst þá tók ég kjötið út. Tók grænmetið og soðið undan lærinu og setti það í skál. Ég síaði svo hreint soðið frá grænmetinu og allri drullunni sem kom með. Þá er maður komið með soðið í sósuna.

Búa svo til smjörbollu í potti, sem er hveiti bætt saman við bráðið smjör. Svo er soðinu bætt út í og hrært, bætið svo við mjólk eða vatni þangað til þið eruð komin með þykktina á sósunni sem þið viljið. Bætið kraft, salti, pipar og rifsberjahlaupi út í eftir smekk. Ég feilaði að eiga sósulit svo hún er svolítið ljós á litinn hjá mér á myndunum.

Rétt áður en sósan er tilbúin, setjið þá kjötið inn í blússandi heitan ofn (210-220°c) í ca 10 mínútur til að fá góða skorpu á kjötið.

Við erum frekar gamaldags í læra kvöldverðum svo við höfðum kartöflustöppu, baunir og sósu. Basic!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 28.11.2012 by in Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: