Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Framlag okkar í kökublað Vikunnar: Kúrbíts Brownie með valhnetum!

Í dag kom út Kökublað Vikunnar, í því blaði er kökuuppskrift komin frá Nautnaseggjunum.  Þrátt fyrir að allir hafa að sjálfsögðu farið og keypt blaðið í dag, þá ætlum við að skella uppskrift inn ásamt myndum af ferlinu.

Þegar við vorum beðin um að taka þátt í blaðinu þá höfðum við ekki hugmynd hvaða uppskrift við gætum komið með, því kökur er ekki beinlínis okkar „thing“. Einu skiptin sem við bökum kökur er fyrir afmælisveislur littla dýrsins og ekki mikið meira en það. Eftir mikla leit þá fundum við þessa uppskrift, okkur fannst hún einmitt vera í anda Nautnaseggjana. Þetta er rosalega bragðmikil og góð kaka.

 •  Get ekki mælt of mikið með því að hafa rjóma með kökunni. Það er síðan toppurinn að hafa jarðaber eða hindber.
 • Eggjalaus uppskrift. Gott fyrir þá sem mega ekki fá egg.
 • Ekkert smjör og engin olía
 • Aðeins 120 hitaeiningar í hverjum skammti.

Kúrbíts Brownie með valhnetum

 • ½ bolli eplasósa
 • 2 bananar (littlir eða miðstærð)
 • 1 ½ bolli sykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • ½ bolli kakó
 • 1 ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • 2 bollar fínlega rifinn kúrbítur (kemur út á ca 2 stk af kúrbít)
 • 2 bollar hveiti
 • ½ bolli saxaðar valhnetur

Leiðbeiningar

 1. Stillið ofninn á 180°c.
 2. Smyrjið formið og stráið hveiti jafnt yfir það, hristið úr umfram hveiti.
 3. Blandið saman eplasósu, stöppuðum bönunum og sykri.
 4. Bætið svo vanillu og kakói.
 5. Svo kemur matarsódi, salt og kúrbíturinn. Blandið vel saman.
 6. Í lok bætið við hveiti og valhnetum.
 7. Hellið í form sem er ca 20x30cm
 8. Bakið í 25 mínútur.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

One comment on “Framlag okkar í kökublað Vikunnar: Kúrbíts Brownie með valhnetum!

 1. Inga Hrund
  16.1.2013

  Þessi er líka mjólkurlaus, ágætt að benda á það 🙂

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 22.11.2012 by in Bakstur.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: