Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Einfaldur sunnudagsmatur – Bayonne skinka

Við höfðum bayonne skinku í kvöldmatinn áðan. Það er frekar einfalt að gera góða máltíð úr svona skinnku og þess vegna tilvalinn sunnudagsmatur. Með skinkunni höfðum við kartöflusalat með eplum og gráðostasósu.

Kartöflusalat

 • 750 gr kartöflur (svona sirka)
 • 2x stór rauð epli
 • 1x rauð paprika
 • 1x rauðlaukur
 • 1 dós sýrður rjómi með graslauk
 • 1 dós maís
 • 3 msk relish (má sleppa)
 1. Sjóðið kartöflurnar og kælið þær aðeins þegar þær eru soðnar.
 2. Ef hýðið á kartöflunum lítur sæmilega út, þá er um að gera að sleppa því að skræla þær. Skerið þær síðan í bita og skellið í skál.
 3. Skerið niður epli, papriku og rauðlauk. Blandið saman við kartöflubitana ásamt maísnum.
 4. Hrærið sýrða rjómanum og relish saman við og salatið er tilbúið.

Gráðostasósa

 • 1x gráðostur
 • 1 dós rjómaostur (400gr)
 • mjólkurdreytill
 • 1x grænmetisteningur
 • salt (örlítið)
 • sletta af hvítvíni (má sleppa)
 1. Hellið örlítið af mjólk í pott og bræðið saman gráðost og rjómaost.
 2. Þegar osturinn er bráðnaður má blanda kraftinum út í. Setjið örlítið af salti ef þurfa þykir, t.d. ef teningurinn er saltlaus.
 3. Smakkið til með smá slettu af hvítvíni. Það má sleppa hvítvíninu, en það dregur fram bragðið af ostinum og sósan verður mikið betri fyrir vikið.

Púðursykurgljái

Venjulega blandar maður saman sætu sinnepi og púðursykri fyrir gljáann, en þar sem það var ekki til notuðum við sýrðan rjóma, púðursykur og 2 tsk af sterku sinnepi. Þessu er öllu blandað saman í skál, sett yfir skinkuna og hún steikt í ofni í 10-15 min. Ég notaði full mikið af sýrða rjómanum, þannig að gljáinn var þynnri en ég hefði viljað. Betra væri að blanda 2-3 msk í fyrstu og bæta síðan örlitlu við ef þar.

Skinkan

Eldunartíminn fer eftir stærðinni á skinkunni, þessar leiðbeiningar eiga við um 1 kg.

 1. Sjóðið skinkuna í potti í 50 min.
 2. Hitið ofninn í 180°C.
 3. Þegar skinkan er soðin er hún veidd upp úr pottinum og sett á eldfast fat. Rjóðið hana með gláanum og bakið í ofninum í ca 15 min.
 4. Apply all to face.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 18.11.2012 by in Kjöt og hakk, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: