Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Kæfugerð

Ég fór í sveitina um daginn til að hakka kindakjöt. Ég greip með mér til baka tvö læri, hrygg og eitt stykki af slögum (sjá skýringarmynd á Kjötbókinni). Lærin eru komin í frost meðan ég bræði það með mér hvort þau fara í reyk, eða hvort ég læt saga þau niður í sneiðar. Hryggurinn komst aldrei svo langt. Frá því að Anna sá hann átti hann ekki sjens og var hafður í matinn strax á mánudagskvöldinu. En svona að öllu gamni slepptu, þá sannast sagna var hann hafður í matinn því það var ekki sjens að koma honum neinstaðar fyrir í frystir.
Sveinn Pálsson, gítarsnillingur í hljómsveitinni Silfur og fóstbróðir minn síðan í gagnfræðaskóla, talaði við mig nýlega og minntist á að hann saknaði þess að fá góða sveitakæfu. Mamma var dugleg að senda honum kæfu þegar við vorum að hangsa saman í gamla daga, svo mér datt í hug að fá hann með mér í kæfugerðina í ár. Ég hef ekki gert kæfu síðan 2008, þegar ég gerði fimm fullar hrærivélaskálar og fimm eða sex tilraunakenndar útfærslur af uppskriftum sem heppnuðust mis vel. Ég át yfir mig af kæfu þann veturinn, þó við hjónin hefðum vissulega verið dugleg að útdeila afrakstrinum. En, það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og kæfuhungrið var farið að segja til sín aftur.
Það er afar ódýrt að gera kæfu og það sem betra er, það er afskaplega auðvelt. Slög eru ódýr í innkaupum, en það er líka hægt að nota súpukjöt – sem þarf þá að vera vel feitt.

Það sem til þarf

 • 1x stykki slög (eða slatti af feitu súpukjöti)
 • 4x laukar
 • 2-4x hvítlaukar (eftir smekk)
 • svartur pipar
 • salt
 • allrahanda krydd (má sleppa)
 • kjötsoð (af slögunum)
 • 1x lamba- eða grænmetisteningur
 • hakkavél

Aðferð

 1. Setjið upp vatn í stærsta mannætupottinum á heimilinu.
 2. Skerið slögin (eða súpukjötið) í hæfilega bita svo það passi í pottinn og bætið út í vatnið. Ekki hreinsa fituna af kjötinu, hún gerir kæfuna ennþá betri.
 3. Ég átti 3 lauka sem voru orðnir hálf slappir svo ég skar þá niður og bætti líka út í pottinn, til að fá auka kraft í soðið. Svo bætti ég smá herbamare salti og slatta af allrahanda kryddi.
 4. Þegar suðan er komin upp er hitinn lækkaður aðeins og kjötið látið sjóða á rólegum hita þangað til kjötið dettur af beinunum. Það ætti að taka 2-3 tíma. Það er ágætt að taka ausu og veiða mesta lýsið ofan af þegar kjötið er farið að sjóða vel.
 5. Þegar kjötið er farið að losna vel af beinunum má veiða það upp úr, setja á fat og leyfa því að kólna aðeins niður.
 6. Bætið lamba- eða grænmetiskrafti út í soðið og leyfið honum að leysast upp.
 7. Athugiðgeyma soðið, því það þarf að nota það seinna meir.
 8. Skerið niður laukinn og takið utan af hvítlauknum.
 9. Setjið Whitesnake á fóninn, helst 1987 eða Slip of the Tonge – og réttið Svenna gítar. Venjulega byrjar hann sjálfvirkt að spila með. Ef ekki þá gæti þurft að gefa honum smá bjór.
 10. Eftir að kjötið hefur fengið tíma til að kólna þannig að það sé hægt að taka á því með fingrunum má tæta það létt niður og skera í hæfilega bita fyrir hakkavélina.
 11. Allt draslið er hakkað saman og sett í stóra skál. Ég notaði hrærivél til að blanda kássunni saman, en það má líka alveg nota sleif.
 12. Bætið út í nokkrum ausum af soði, smakkið til með kryddi, salti og pipar og hrærið saman.
 13. Þegar hér var komið við sögu vorum við Sveinn farnir að slurpa kæfunni í okkur og líkaði vel, en okkur fannst eitthvað vanta. Þá mundi ég eftir reyksalti sem ég keypti á Víkingahátíð fyrir nokkru. Saltið er frekar gróft, svo ég malaði það í morteli og bætti síðan saman við kæfuna. NOM! Þetta var akkúrat það sem vantaði og bragið var komið!
 14. Að síðustu þarf að pakka kæfunni inn. Það er hægt að setja hana í lítil plastbox, en mér finnst þægilegast að pakka henni bara beint inn í álpappír og henda inn í ísskáp eða frystir.

Alger snilld og alltaf jafn gaman að borða eitthvað sem maður býr til sjálfur frá grunni.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 16.11.2012 by in Snarl.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: