Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Ósoðinn hafragrautur

Þessi titill hljómar ekki vel. En staldraðu við.

Ég er alinn upp á dæmigerðu sveitaheimili þar sem boðið var upp á heitan hafragraut á hverjum einasta morgni. Ef það var ekki til haframjöl á heimilinu þá var dagurinn ónýtur. Alltaf var passað upp á að elda nóg til að það yrði að minnsta kosti til einn skammtur fyrir pabba til að borða daginn eftir. Pabbi er afskaplega kresinn þegar kemur að mat og hann borðar ekki heitan hafragraut. Hann vill grautinn helst dags gamlan, með vænni slummu af rjóma. Í hádegismatinn fékk hann sér gjarnan skyrhræring, þar sem hann hrærði restinni af grautnum saman við hreint skyr og át síðan með tonni af sykri og rjóma.
Ég skildi þetta ekki. Ef það var til kaldur hafragrautur frá því daginn áður (sem var nánast alltaf) þá var dagurinn alveg jafn ónýtur ef það var ekki til haframjöl til að búa til meiri graut. Þetta gilti líka um ef það gleymdist að sækja mjólk út í fjós áður en mjólkurbíllinn kom á morgnana, en það er önnur saga. Jæja, í dag er ég ekki eins matvandur og ég var þegar ég var yngri. Ég er reyndar ekki hrifinn af köldum hafragraut eins og pabbi ber hann á borð, en nýlega prófaði ég nýja aðferð við hafragraut sem ég kann mjög vel að meta.
Anna Sjöfn rakst á þessa skemmtilegu uppskrift á venjubundnu rápi sínu á pinterest.com. Þetta er ótrúlega einfalt og fljótlegt. Maður blandar saman haframjöli og mólk eða vatni í krukku, eða dall sem er hægt að loka og þá er kominn grunnurinn. Síðan bætir maður við jógúrt, sultu, ferskum eða þurkuðum ávöxtum, eða hverju öðru sem hugurinn girnist. Þetta er hrist eða hrært saman og sett inn í ísskáp yfir nótt. Þar með verður tilbúinn staðgóður morgunmatur daginn eftir. Þarf bara að bæta við smá mjólk og þá er hægt að gúffa þessu í sig.

Hér er ein tillaga.

 • 1x glerklukka með loki, þessi á myndinni tekur tæplega 700ml
 • 150 gr haframjöl (ekki nákvæmt, bara setja u.þ.b. 1/3 af því sem kemst í krukkuna)
 • 3 msk chia fræ
 • 2-3 msk grísk jógúrt
 • 150 gr kókósjógúrt frá Bio bú (notaði ekki alveg heila dollu)
 • 1 tsk hunang
 • 2-3 tsk hindberjasulta frá St. Dalfour
 • handfylli af rúsínum (afgangs snarl frá dóttur okkar frá því deginum áður)
 • mjólk
 1. Blandið saman haframjöli og chia fræjum (tilvalið að loka krukkunni og hrista).
 2. Bætið jógúrt saman við.
 3. Hunang og sulta eftir smekk. Nomm. Rúsínur. Nomm.
 4. Hellið mjólk út á, ekki fylla krukkuna alveg strax.
 5. Hristið hressilega saman. Það gæti þurft að hræra aðeins í jukkinu til að blanda því almennilega saman.
 6. Fyllið upp með mjólk, eða smá vatni. Hristið aftur.
 7. Inn í ísskáp og látið ykkur dreyma vel um dásamlegan morgunverð.

Það er fullt af hugmyndum í blogginu sem ég linkaði í hérna fyrir ofan. Það væri gaman að heyra frá fólki sem prófar að breyta til og gera tilraunir með þessa hugmynd, hvað virkar og hvað ekki.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

2 comments on “Ósoðinn hafragrautur

 1. Íris
  8.11.2012

  Önnur hugmynd um góðan kaldan hafragraut – 1 flaska af froosh og slatta af haframjöli! algjör snilld

  • helvitismaddi
   8.11.2012

   Namm, það hljómar vel. Ég ætla að halda áfram að þróa þetta og kem með færslu seinna með fleiri hugmyndum.
   Gleymdi að taka það fram að ein svona krukka gefur þrjá skammta, þannig að fyrir mig þá endist þetta í þrjá daga (grauturinn er ekkert verri á þriðja degi, en það fer væntanlega eftir því hvaða ávexti maður setur saman við).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 7.11.2012 by in Snarl.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: