Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Angurvært pönnulasagnea

Við höldum áfram í leti- og nautnalegum mat. Pönnulasagnea ætti ekki að taka mikið meira en 30-40 mínútur í framkvæmd (ef maður er ekki að blogga um það að minnsta kosti) og hentar því ágætlega ef það eru til öll hráefni í lasagnea en maður hefur kannski ekki alveg tímann. Þó er um að gera að nostra aðeins við matinn og gefa sér klukkutíma í eldamenskuna ef garnagaulið leyfir.

 • 1x laukur, smátt skorinn (má sleppa)
 • 2-3 rif hvítlaukur
 • 500 gr hakk (blandað hakk er mjög gott í lasagnea)
 • 350 gr af litlum pastaskrúfum eða makkarónum
 • 1 stór dós / u.þ.b. 680 gr pastasósa (smekksatriði hvaða sort, ég notaði Three Cheese sósuna frá Francesco Rinaldi sem fæst í Krónunni)
 • paprikuduft, helst reykt
 • fersk basilika
 • salt (ef þurfa þykir, það ekkert verra að sleppa því alveg)
 • pipar
 • 60 gr paramesan
 • ein kúla af mozarella (125 gr)
 • 300 gr kotasæla
 1. Byrjið á að smella plötunni Köld með Sólstöfum á fóninn. Þetta er angurværi parturinn.
 2. Setjið svo upp vatn til að sjóða pastað í.
 3. Skerið niður lauk og steikið á stórri pönnu upp úr örlítið af olíu. Eins og stendur hérna að ofan má alveg sleppa lauknum ef það er lítill tími til stefnu. Ef þið eruð ekkert að flýta ykkur þá er tilvalið að henda örfáum sveppum, eða jafn vel rauðri papriku, út á líka ef þið viljið hafa aðeins meiri mat í þessu. Passa bara að það verði nóg pláss á pönnunni fyrir allt klabbið!
 4. Þegar laukurinn er orðinn eldaður, takið hann af pönnunni og notið hana til að steikja hakkið.
 5. Þegar hér er komið við sögu er vatnið væntanlega búið að ná suðu, svo það er tímabært að sjóða pastað. Það þarf ekki að sjóða það alveg, því það á eftir að malla með hakkinu á pönnunni. Ágætt að miða við 6-8 mínútur eða svo.
 6. Blandið paprikuduftinu saman við hakkið þegar það er orðið steikt í gegn og lækkið hitann aðeins.
 7. Saxið niður basiliku og bætið út á. Það má líka nota þurrkaða, en fersk er hún alltaf betri.
 8. Bætið sósunni útí og hrærið vel í.
 9. Þegar pastað búið að sjóða er því blandað saman við ásamt kotasælunni og látið malla undir loki í smá stund. Passið vel upp á að það sé ekki of heitt undir pönnunni, þá brennur pastað við botninn.
 10. Eftir 10 til 20 mínútur af malli má skera mozzarella kúluna í bita og setja á pönnuna. Raspið niður paramesaninn og hrærið öllu saman við.
 11. Gefið ostinum smá stund til að bráðna og smakkið gumsið síðan til með smá pipar (og salti ef þarf). Raðið síðan nokkrum sneiðum af góðum osti yfir, t.d. góðosti (gouda) frá MS.
 12. Setjið lokið aftur á og þegar osturinn er bráðnaður er rétturinn tilbúinn.
 13. Borið á borð með fersku salati og hvítlauksbrauði og öllu dúndrað í andlitið á sér.

Það er að sjálfsögðu líka gott að nota lasagnea plötur í þennan rétt. Þá þarf að brjóta niður 8-10 plötur og blanda saman við hakkið um leið og maður hrærir sósunni út í. Það er óþarfi að sjóða þær, en þá þarf að leyfa þeim að malla með hakkinu í að minnsta kosti 20 mínútur svo þær eldist í gegn.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 5.11.2012 by in Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: