Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Fylltur lambahryggur og grænmetisgratín

Á fimmtudagskvöldið var fengum við óvænta gesti í heimsókn. Kæra vini sem áttu að vera staðsett í Danmörku en kíktu heim á klakann í vinnu/fjölskylduferð.  Að sjálfsögðu gripum við tækifærið og buðum þeim í mat. Tíminn var naumur svo að við ákváðum að fara í Nóatún og kaupa eitthvað gott úr kjötborðinu. Í matinn var:
Villisveppafylltur lambahryggur með grænmetisgratíni, sósu og misc meðlæti.

  1. Við krydduðum hrygginn með maldon salti, hvítlauksdufti, smávegis herbamare og pipar. Sett inn í ofn við 190°c í 50 mínútur.
  2. Á meðan hryggurinn mallaði rifum við niður grænmeti í grænmetisgratínið. Við tókum bara það sem við áttum í grænmetisskúffunni, sem var brokkolí, laukur, kartöflur og gulrætur. Þetta var sett í gufusuðupott (en er hægt að gera það sama í eldföstu móti en tekur lengri tíma), þegar þetta var alveg að verða tilbúið þá setti ég ost yfir.
  3. Sósan er pakkasósa (ég veit! en mér finnst rosalega gott að nota pakkasósu sem grunn). Til að krydda hana þá nota ég nautakraft og rifsberjasultu, klikkar ekki!
  4. Við áttum sveppi á síðasta séns svo við skárum þá niður steiktum á pönnu, blönduðum út í rjóma og sojasósu eftir smekk. Suðum niður.
  5. Svo er þetta gamla góða, grænar baunir, rauðkál og maís.
  6. Ef þið eruð með fólk í mat sem býr erlendis, hafið appelsín! Það vakti mikla lukku hjá okkur.
  7. Apply to face!
  • Í eftirmat vorum við með íslenskan gourmet bjór, hrossa-salami frá Þykkvabæ, reykan cheddarost og spænskan sauðaost. Allt þetta var keypt í snilldarbúð sem heitir Búrið. Það er æðislegt að versla þarna, starfsmennirnir þekkja svo rosalega vel það sem þau eru að selja og ráðleggingar þeirra hafa alltaf verið spot on!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 2.11.2012 by in Kjöt og hakk, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: