Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Letileg Shepherd’s Pie

Þessa dagana þá er farið að kólna, maður er farin að pæla hvar maður setti nagladekkin frá sér og það er óþarflega dimmt úti. Ef þessar aðstæður kalla ekki á einhverskonar „comfort food“ þá veit ég ekki hvað gerir það.

Þegar annar nautnaseggurinn stakk upp á einhverskonar útfærslu á Shepherd’s Pie þá var það samstundis samþykkt. Þessi útgáfa okkar er letiútgáfa, í staðinn fyrir að gera grýtuna frá grunni sem hefði bragðast best, þá keyptum við pakkagrýtu. Ekki dæma mig þrátt fyrir að þetta var gert að einskærri leti.

Ósvikin Shepherd’s Pie inniheldur gulrætur, grænar baunir og worchester sauce meðal annars en við fórum aðeins aðra leið. Einnig í upprunalegu þá er ekki settur ostur efst heldur bara kartöflumús og sett inn í ofn þangað til gulbrúnt, en það er bara eitthvað svo girnilegt við að sáldra smá ost ofan á líka.

Letileg Shepherd’s Pie

 • Hakk
 • Grýtumix (að sjálfsögðu væri betra að gera Grýtuna frá grunni)
 • Mjólk
 • Kartöflur
 • Ostur
 1. Setið upp kartöflur, þegar ég geri kartöflumús þá finnst mér þægilegra að skræla á undan en skiptir frekar littlu.
 2. Útbúið grýtumixið eftir leiðbeiningum á pakka eða gerið hana frá grunni.
 3. Á meðan grýtumixið mallar þá steikið þið hakk á pönnu.
 4. Blandið grýtumixi og hakki saman.
 5. Stappið kartöflurnar með smá smjöri/olíu og örlítilli mjólk. Við bætum oftast við þurrkaðri steinselju við líka en það er ekkert „möst“, bara ef þú átt hana heima við.
 6. Setið grýtuna í eldfast form, kartöflumús ofan og svo smá ost.
 7. Bakið þangað til ostur og/eða kartöflumús er orðin fallega gyllt.
 • Með svona þungum mat þá finnst mér rosalega gott að hafa vel af salati með einhverjum ávöxt. Það er eitthvað rosalega gott við það 🙂
 • Heimatilbúna hrásalatið hérna af blogginu væri frábært með þessum rétt!

This slideshow requires JavaScript.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 30.10.2012 by in Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: