Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Ofnbakaður lax með wasabi baunum, salati og mangosósu

Við fengum gesti í mat í kvöld, ætluðum að gefa þeim ofnbakaðan lax með mango chutney. En þegar eldamennskan byrjaði þá tókum við eftir að það var ekki til nóg af mango chutney til að smyrja á laxinn, svo að við þurftum að finna eitthvað annað. Ég mundi þá eftir uppskrift sem ég hafði séð á Pinterest og lengi langað að prófa.

  • Púðursykur
  • 2 hvítlauksrif
  • Sojasósa
  • Smjör
  • Lax
  1. Magnið í uppskriftinni fer eftir hvað þarf mikið til að smyrja á laxinn. Ég setti 4-5 msk af púðursykri, 1 msk af bráðnuðu smjöri, 2 hvítlauksrif og góðan slurk af sojasósu.
  2. Þessu er hrært saman og smakkað til.
  3. Gluðið yfir laxinn og inn í ofn við 200°c í ca 12-15 mínútur (fer eftir laxabitanum, fylgist með).

Með þessu höfðum við ferskt salat, wasabi baunir (grænar baunir húðaðar með wasabi kryddi, þær fara mjög vel með fiski og fást í flestum matvöruverslunum) og mangojógúrtsósu.

Þetta var þvílíkt gott og verður pottþétt gert aftur!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 20.10.2012 by in Fiskur, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: