Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Littla dýrið 3ja ára!

Það er búið að vera mikið að gera undanfarið hjá okkur. Mikið að gera í vinnuni og skólanum og undirbúningur fyrir  barnaafmæli.

Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikil hollusta í barnaafmælinu en eins og ég sagði við gestina, þótt ég sé í aðhaldi þá er ekkert sem segir að ég megi ekki fita aðra 😉

En þrátt fyrir að hafa þurft að fara í próf daginn fyrir afmælið og ekki hafa getað undirbúið eins mikið og ég vildi þá held ég að þetta hafi bara komið prýðilega út! Linkar að uppskriftum er fyrir neðan myndirnar.

This slideshow requires JavaScript.

  • Afmæliskakan – deigið og kremið eru frá góðvinkonu minni Betty Crocker (don’t judge me!) en myndin á kökunni keypti ég hjá Allskonar kökuskreytingar, þetta er mjög auðvelt að nota og alls ekki dýrt. Set bara krem undir, myndina ofan á og skreyti svo í kringum.
  • Mars Rice Krispies kaka – uppskriftina að henni fékk ég á Mömmur.is. Uppbyggingin hjá mér er svona: hvítur botn, safi úr dósajarðarberjum, dósajarðaber söxuð smátt, rjómi og Rice Krispies botn. Ég gerði tvær en á hinni þá skar ég niður banana sem fyllingu.
  • Rolo möffins – þessar eru alltaf rosalega vinsælar í afmælunum hjá mér (alveg öllum þremur). Ofan á setti ég smjörkrem með smá fjólubláum matarlit.
  • Marengskaka – perfect fyrir afmæli, maður er max 20 mínútur að gera hana. Aðkeyptur marengsbotn neðst, svo rjómi og svo niðursneyddir ávextir ofan á. Í mínu tilviki var það vínber, jarðaber, kiwi og bláber. Bræddi síðan suðusúkkulaði og „sprinklaði“ yfir.
  • Brauðréttirnir – þeir eru báðir úr Brauðréttir Hagkaupa. Annar var karrý ferskju brauðréttur og hinn þessi gamli góði (aspas, egg, skinka, laukur og sósa).
  • Tortilla rúllur – þetta er eitthvað sem fer alltaf á mettíma. Ég gerði fullt stórt fat af þessu þetta árið og það hvarf á 20mínútum. Þetta er mjög auðvelt og fullkomið að fá eldri krakkana til að hjálpa sér þarna. Ég tek rjómaost og hræri hann með handþeytara, saxa púrrulauk og rauða papriku mjög smátt og set saman við. Svo krydda ég þetta eftir smekk og smyr tortilla pönnsurnar með þessu, rúlla þeim upp og sker niður í munnfyllisbita. Auðvelt, ódýrt og mjög vinsælt!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 15.10.2012 by in Bakstur.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: