Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Ofnbakaður lax með mango chutney og gulrótarbrauð

Við vorum að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert með afgangana frá gærdeginum, áttum mikið af búlgusalati og mango sósu eftir. Ákváðum að hafa lax en littlan okkar heimtaði að það yrði bakað brauð en sem einræðisfröken heimilisins þá fékk hún það í gegn.

Lax með mango chutney

Með þessa uppskrift þá segir titillinn það allt, hún er algert yndi í einfaldleika sínum.

 • Laxinn skorinn í jafna bita, þetta er bara upp á þeir bakist jafnt svo það skiptir engu hversu margir þeir eru, svo lengi sem þeir eru ca jafnstórir.
 • Setjið í eldfast form og gluðið mango chutney yfir.
 • Skellið þessu síðan inn í ofn, 180°c í 12 mínútur ca. Fylgjast bara með honum því að stykkin koma í mismunandi þykkt og gæti þurft að aðlaga tímann aðeins.

Gulrótarbrauð með vorlauk

Þetta er önnur útgáfa af uppskrift sem ég setti inn fyrir 2 vikum. Ég ákvað að gera smá tilraun með hana og reif út í deigið gulrætur og saxaði vorlauk út í. Eins og með hina uppskriftina þá reif ég niður ost og setti saman við deigið (erum ekki kallaðir nautnaseggir fyrir ekki neitt ;)). Ég viðurkenni að ég setti of mikið af gulrótum saman við deigið hérna svo þeir sem gera þetta heima mega minnka gulræturnar um 1/3 eða helming jafnvel.

 • 3/4 dl olía
 • 1 og 1/2 dl mjólk
 • 1 og 1/2 dl heitt vatn
 • 1 msk sykur
 • 1 tsk salt
 • 5 tsk þurrger (1 bréf)
 • 300 gr hveiti
 • 100 gr heilhveiti
 • Gulrætur
 • Vorlaukur
 • Brauðostur
 1. Blandið saman þurrefni og blautefni í sína hvora skálina en haldið 100gr af heilhveiti sér, það er sett út í á eftir.
 2. Blandið efnunum saman varlega.
 3. Blandið gúmmelaði saman við deigið, ég setti rifnar gulrætur, vorlauk og slatta af rifnum brauðost. Þegar allt þetta er komið saman við deigið þá bætir maður heilhveitinu við sem við tókum frá í upphafi, bætið því þangað til deigið hættir að vera klístrað.
 4. Rúllið deiginu í bollur.
 5. Það stóð ekki í uppskriftinni en ég leyfði mínum bollum að hefast aðeins bara í stofuhita í ca korter, svo stakk ég þeim í ofn við 220°c í 10-15mín, fylgist bara með þeim og kippið út þegar þær eru orðnar girnilegar.
 6. Brauðið er svo djúsí að það þarf ekki að smyrja það með smjöri eða neinu.

Með þessu öllu hafði ég búlgusalatið og mangósósuna frá því í gær. Svo vorum við einnig með edamamebaunir sem eru algert æði, keypti þær ferskar í Tokyo Sushi horninu í Krónunni í Lindunum. Maður borðar bara baunirnar sem eru innan í belgnum (ekki belgin sjálfan eins og á t.d snjóbaunum) og þetta eru skærgrænar, ferskar og ljúffengar baunir sem passa mjög vel í grænmetisrétti og með fisk.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 9.10.2012 by in Bakstur, Fiskur.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: