Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Gráðosta- og bláberjafylltar kjúklingabringur með mangójógúrtsósu

Nautnaseggirnir fengu heimsókn frá ljósmyndara Séð & Heyrt í kvöld. Af því tilefni ákváðum við að hafa eitthvað spennandi í matinn og fyrir valinu varð gamall sérrétur frá Önnu, kjúklingabringur fylltar með gráðosti og bláberjum.

Fylltar kjúklingabringur

 • 3-4x kjúklingabringur (ágætt að miðað við eina á mann)
 • 1x gráðostur
 • 1x bakki af bláberjum
 • sláturgarn
 • saumnál
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Skerið varlega í hliðina á hverri bringu, passið að skera ekki alveg í gegn.
 3. Sneiðið niður gráðost þannig að úr verði ilmandi fínn salli og troðið ostinum inn í bringurnar.
 4. Troðið síðan berjunum líka og það er ágætt að kremja þau aðeins svo það losni um safann. Þá verður þetta allt að fallegum fjólubláum massa.
 5. Þræðið nálina með sláturgarninu og saumið varlega fyrir. Það ætti að vera hægt að draga garnið auðveldlega úr þegar bringurnar eru búnar að eldast og komnar á diskinn. Það má líka nota tannstöngla, en þeir eru dáldið leiðinlegir þegar maður sest niður að fara að borða.
 6. Til að bringurnar haldist safaríkar og yummie er ágætt að nota sérstakan poka sem hægt er að kaupa í flestum matvöruverslunum. T.d. Maggi Juicy Chicken. Við slepptum kryddblöndunni að þessu sinni og krydduðum kjúklinginn örlítið með salti, pipar og dilli rétt áður en hann kom úr ofninum.
 7. Eldið bringurnar í pokanum í 30 min við 200 gráður, eða samkvæmt leiðbeiningum á pokanum.

Ferskt salat

 • 1/2 poki klettasalat
 • 1/2 poki spínat
 • rauð paprika skorin í bita
 • 1/2 gúrka, kjarnhreinsuð og skorin í bita

Mangójógúrtsósa a la Árni
Þessa uppskrift fengum við frá Árna söngvara í In Memoriam. Hún hentar mjög vel með öllum fiski og smellpassaði með kjúklingnum. Mangóinn var ekki alveg nógu þroskaður, þannig að sósan var örlítið of súr. Við bættum úr því með því að setja 2 matskeiðar af mango chutney saman við, það gefur sætu og sterkt bragð. Það mætti líka blanda saman við smá hunangi og öööörlítið af hvítlauk og chilly. Best væri auðvitað að gera mango chutney sjálfur og nota það – en meira um það síðar.

 • 1/2 mangó, vel þroskaður og sætur
 • 1x lúka af söxuðum kóríander
 • 3-4 matskeiðar af grískri jógúrt
 • 2 matskeiðar af mango chutney (má sleppa)
 • hrein jógúrt (góður dass eftir því hvað þið viljið sósuna þykka)
 1. Afhýðið mangóið og skerið eftir kúnstarinnar reglum.
 2. Skellið mangóbitunum í blandara, eða maukið með töfrasprota.
 3. Saxið kóríanderinn fínt niður eða klippið hann einfaldlega út í mangómaukið og blandið saman við.
 4. Setið gríska jógúrt og góðan dass af hreinni jógúrt út í og blandið vel saman. Ef sósan er of þykk þá má bæta við aðeins af hreinni jógúrt, ef hún er of þunn þá er hægt að bæta við grískri jógúrt til að þykkja hana aðeins.
 5. Ef sósan er súr, þá hefur mangóinn ekki verið nógu þroskaður og þá má bæta við smá mango chutney eða jafnvel hunangi eins og lýst er hérna að ofan.

Búlgusalat með kjúklingabaunum
Þetta er önnur útgáfa af couscous salatinu sem við höfðum með hrefnusteikinni fyrir stuttu síðan.

 1. Sjóðið búlgur í litlum potti þar til þær eru orðnar mjúkar. Leyfið þeim að kólna aðeins.
 2. Skerið örlítið af rauðlauk smátt niður og sneiðið rauða papriku í litla bita.
 3. Bætið lauknum og paprikunni saman við salatið ásamt kjúklingabaunum, fetaosti og örlítið af olíu.
 4. Hrærið vel saman og berið á borð.

Apply all to face.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

4 comments on “Gráðosta- og bláberjafylltar kjúklingabringur með mangójógúrtsósu

 1. Bakvísun: Ofnbakaður lax með mango chutney og gulrótarbrauð « Nautnaseggirnir

 2. Bakvísun: Ofnbakaður lax með wasabi baunum, salati og mangosósu « Nautnaseggirnir

 3. Bakvísun: Kjúklingakoddar með mangosósu « Nautnaseggirnir

 4. Bakvísun: Fylltar kjúklingabringur « Nautnaseggirnir

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 8.10.2012 by in Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: