Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Grænmetislasagnea með heimatilbúnum brauðbollum og heimatilbúnu hrásalati

Við áttum von á vinapari í mat sem eru bæði grænmetisætur svo við ákváðum að henda í eitthvað afar gott. Fyrir valinu varð all grænmetislasagnea sem Maddi skellti í. Ég ákvað að gera brauðbollur þar sem ég blandaði í deigið ólívur, hvítlauk, ost og grænt pestó. Með þessu gerðu við heimatilbúið hrásalat, sem við höfum bloggað um hérna áður.

Þetta var geggjaður matur þótt ég segi sjálf frá, lasagneað var létt og ferskt og svo voru brauðbollurnar svo góðar að annar gesturinn okkar sem borðar ekki brauð gúffaði þær í sig. Áróra neitaði að borða annað en þær 😀 Persónulega þá er þetta besta brauð sem ég hef smakkað…no pressure. Fékk grunnuppskriftina héðan!

Grænmetislasagnea

 • 3x kúrbítar
 • 2x laukar
 • Spínat
 • Paprika
 • Gulrætur
 • 2 öskjur af sveppum
 • Kotasæla
 • Tómatpastasósa
 • Basil
 • Ostur
 1. Byrjið að skera niður grænmetið, tekur smá tíma. Eða eignist eigulega eiginkonu sem er fljót að saxa.
 2. Byrjið á að steikja 2 lauka á pönnu upp úr smá olíu.
 3. Bætið út á kúrbít, gulrótum og papriku. Ef þið eigið 2 pönnur þá er þetta góður tími til að steikja sveppina á annari pönnu. Ekki mauksteikja grænmetið, þetta á eftir að fara inn í ofn og bakast örlítið.
 4. Þegar allt grænmetið er steikt þá má sameina það allt á eina pönnu, hella tómatpastasósunni yfir og leyfa því að sjóða aðeins niður.
 5. Í staðinn fyrir hina óhollu bechamél sósu (hvíta sósan) þá tókum við mikið af spínati og basil á steiktum örlítið á pönnu, bættum svo kotasælu við og leyfðum þessu að malla saman.
 6. Á meðan þetta allt er að sjóða niður megið þið sjóða pastaplöturnar, þetta flýtir fyrir og er líka betra finnst mér. Skellið plötunum í sjóðandi vatnið og bætið smá salti. Á meðan það er að sjóða hrærið þá annað slagið, það kemur í veg fyrir að þær festist saman.
 7. Nú er bara að setja lasagneað saman. Það er gott að setja lasagnea plötur neðst í mótið, en þá þarf að setja örlítið af tómatsósunni og grænmetinu undir svo það festist ekki við. Setjið grænmetið ofan á plöturnar, svo kotasælu/spínat sósuna, svo pasta, svona heldur þetta áfram og allt saman síðan toppað með osti.
 8. Apply to face!

Brauðbollur með hvítlauk, ólívum, osti og grænupestói blandað saman við deigið, toppað með parmesan osti

 • 3/4 dl olía
 • 1 og 1/2 dl mjólk
 • 1 og 1/2 dl heitt vatn
 • 1 msk sykur
 • 1 tsk salt
 • 5 tsk þurrger (1 bréf)
 • 300 gr hveiti
 • 100 gr heilhveiti
 1. Blandið saman þurrefni og blautefni í sitthvora skálina en haldið 100gr af heilhveiti sér, það er sett út í á eftir.
 2. Blandið efnunum saman varlega.
 3. Blandið gúmmelaði saman við deigið, ég setti grænt pestó, reif út í ferskan hvítlauk, niðurskornar ólívur og slatta af rifnum brauðost. Þegar allt þetta er komið saman við deigið þá bætir maður heilhveitinu við sem við tókum frá í upphafi, bætið því þangað til deigið hættir að vera klístrað.
 4. Rúllið þeim í bollur (eða orma eins og Áróra gerði) og rífið smá ost ofan á, ég notaði Parmesan.
 5. Það stóð ekki í uppskriftinni en ég leyfði mínum bollum að hefast aðeins bara í stofuhita í ca korter, svo stakk ég þeim í ofn við 220°c í 10-15mín, fylgist bara með þeim og kippið út þegar þær eru orðnar girnilegar.
 6. Brauðið er svo djúsí að það þarf ekki að smyrja það með smjöri eða neinu.

Því miður er engin fancy mynd af matnum þar sem það voru allir svo svangir þegar þetta var komið á borð að það var ekkert stoppað fyrir myndatöku, bara gúffað í sig!

This slideshow requires JavaScript.

 

Auglýsingar

One comment on “Grænmetislasagnea með heimatilbúnum brauðbollum og heimatilbúnu hrásalati

 1. Bakvísun: Ofnbakaður lax með mango chutney og gulrótarbrauð « Nautnaseggirnir

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 30.9.2012 by in Bakstur, Grænmetisréttir, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: