Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Risotto með rækjum og grænum baunum

Kvöldmaturinn í dag var hinn klassíski ítalski réttur, Risotto!

Þetta er smá dundur réttur en ekki flókin og vel þess virði!

Vinkonur mínar hafa oft spurt hvort að það sé ekki mikið vesen að búa til risotto en það er það ekki. Ég líki þessu oft við grjónagraut sem er eitthvað sem flestir kunna að gera. Þetta er bara bæta vökva, sjóða niður, bæta vökva, sjóða niður, o.s.frv. Það er líka hægt að hafa hvað sem er í þessu; grænmeti, fisk, kjöt og ef maður er í crazy stuði; ávexti. Það þarf heldur ekki mikið til að eiga í þetta:

Risotto með rækjum og grænum baunum

 • Hrísgrjón (albest er að nota Risotto hrísgrjón sem fást í flestum búðum, þau eldast hraðast, eru vel „plump“ og mér finnst þau persónulega passa best. En annars er hægt að nota allt í „neyð“).
 • Grænmetiskraftur
 • Edik (er ekki möst) eða hvítvín, besti hluturinn sem maður getur gert við gamalt hvítvín.
 • 1-2 Lauka
 • 3-4 rif hvítlauk eða bara eftir smekk
 • Rækjur
 • Frosnar grænar baunir

 

 1. Búið til soð, þetta er alveg heimskuhelt. Taktu pott, settu vatn í hann og hentu grænmetiskraft út í. Leyfið suðunni að koma upp og haltu hitanum rétt undir suðu svo.
 2. Steiktu laukinn á pönnunni upp úr smá olíu. Þegar laukurinn er orðin steiktur í gegn má setja hrísgrjónin út á. Magn miðast auðvitað við hversu margir eru í mat. Alls ekki spyrja mig um magn, ég er þekkt fyrir að annaðhvort elda 20gr af hrísgrjónum fyrir okkur hjónin eða þá um 2kg.
 3. Þegar grjónin eru komin út á þá er sett smá dash af ediki (má sleppa). Svo um 2 ausur af soðinu eða þannig að þau fljóti yfir hrísgrjónin. En svo er þetta bæta á soði og sjóða niður, bæta á soði og sjóða niður…you get the picture.
 4. Hafa þarf í huga að hafa ekki of háan hita undir þegar það er verið að sjóða niður, vökvinn á ekki að gufa upp heldur fara inn í hrísgrjónin. Passa að brenna ekki við, það á ekki að fara frá pönnunni, það verður að standa yfir þessu.
 5. Við tókum síðan rækjur og steiktum þær upp úr ferskum hvítlauk og olíu. Bættum því út í risottoið ásamt grænu baununum og létum malla þangað til baunirnar voru soðnar í gegn.
 6. Síðan þegar þetta er að verða tilbúið þá setjið þið rifinn parmesanost út á. Magnið fer eftir magn hrísgrjóna og hvað þú vilt hafa mikinn ost út á. Ég er sjálf sökker fyrir parmesan og set örugglega 5-6 matskeiðar út á.
 7. Smellið á disk, meiri parmesan yfir and apply to face!

Þetta er ekki síðan eina risotto combo-ið sem hægt er að gera:

 • Bacon og sveppir
 • Sætar kartöflur (þá bakar maður þær og blandar saman við, þetta verður ekki bitar heldur bara svona mauk saman við)
 • Brokkolí og pancetta
 • Humar
 • Aspas og sveppir

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 21.9.2012 by in Fiskur, Pasta.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: