Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Gráðostaspagettí með perum og hnetum

Þar sem ég hef verið veik seinustu daga þá hefur kvöldmaturinn snúist mikið um að þetta sé fljótlegt frekar en mega hollustu. Kvöldmaturinn í kvöld var engin undantekning, undirbúningurinn tekur kannski 10 mínútur og svo er þetta bara samsetning. Ég ELSKA þennan rétt, ég elska gráðost, ég elska ávexti í heitum réttum og ég elska hnetur….mikil ást í gangi gagnvart kvöldmatnum mínum.

Gráðostaspagettí með perum og hnetum

 • 1x þríhyrningur af gráðost
 • 0.5msk af smjöri
 • Spagettí
 • 1-2 perur (fer eftir stærð)
 • Hnetur að eigin vali
 1. Setjið upp vatn til að sjóða spagettíið, þegar suðan kemur upp skellið því út í í 8-10 mínútur.
 2. Á meðan er beðið eftir suðu þá er takið þið gráðostinn og stappið hann saman við smjörið.
 3. Skerið peruna niður í bita. Best er ef að peran er ekki of græn og ekki of þroskuð. Maður vill ekki að þau maukist þegar maður hrærir allt saman.
 4. Þegar spagettíið er tilbúið, síið það og hendið því út í gráðostablönduna. Veltið því þangað til að osturinn er bráðnaður.
 5. Hendið hnetum og perum út í.
 6. Apply to face!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

2 comments on “Gráðostaspagettí með perum og hnetum

 1. Svandís
  19.9.2012

  Mmm, þetta hlýtur svo að mega útfæra á marga vegu. T.d. með camembert, furuhnetum og jarðarberjum. Pant prófa.

 2. Heida Hellvar
  19.9.2012

  enn rosalega girnilegt krakkar, nammi! gott fyrir kjötlausa sem fíla samt það sem bragð er að. prufa þetta!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 19.9.2012 by in Pasta.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: