Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Auðveldur Mexíkóskur pottréttur

Í dag er einn af þessum dögum þar sem það er kalt úti, ég er veik og maður nennir ekki að hafa mikið fyrir kvöldmatnum. Er í dag búin að vera að vafra mikið um á pinterest.com og rak augun í þessa uppskrift. Þrátt fyrir að við eldum ekki úr mikið af mat sem kemur úr dósum eða er unnið þá ákváðum við að skella í þetta. Hún er það sóðalega óholl að ég verð örugglega að lifa á lofti og engu næstu dagana til að koma upp á móti þessu.

Þetta er svona með því auðveldara sem ég hef gert í eldhúsinu. Hér kemur þetta:

Auðveldur Mexíkóskur pottréttur

1x dós creamy kjúklingasúpa í dós

1x dós chilli baunir án vökva

1x dós tómatar saxaðir

500gr eða svo af hakki

1x laukur

Kornflögur (tortilla chips eða nachos)

Ostur

 

 1. Steikið hakkið á pönnunni og bætið taco kryddi við. Ég á ekki svoleis svo að ég setti bara reykta papriku, salt, pipar og steinselju.
 2. Tæmið innihald allra dósanna út á pönnuna, setið saxaðann laukinn og leyfið að malla þangað til allt er hitað í gegn.
 3. Takið eldfast mót, neðst myljið þið nachosið, svo hakkmixtúran og svo ostur. Ég endurtók þetta tvisvar áður en gumsið var búið.
 4. Inn í ofn við 180°c þangað til osturinn er orðinn golden.
 5. Takið út and apply to face.

Alltaf þegar ég geri nýjar uppskriftir í fyrsta skiptið þá fer ég alveg eftir uppskriftinni en svo næstu skipti þá geri ég mínar eigin endurbætur, hér eru nokkrar sem mér dettur í hug í fljótu bragði:

 • Maís – mér finnst maís alltaf passa með öllum mexíkóskum réttum. Gefur smá ferskt bragð.
 • Ef fólk er ekki í megrun þá er hægt að setja lag af rjómaosti eða bara kotasælu fyrir þá sem eru í hollustunni.
 • Hafa kjúkling í staðinn fyrir hakk.
 • Til að minnka óhollustu er hægt að sleppa nachos og setja bara ost yfir. Eða sleppa báðum og hafa þetta bara sem pottrétt.
 • Þetta væri örrugglega fínt sem mexíkóskur spagettíréttur. Sleppa nachos og osti og sjóða spagettí og nota þetta sem bolognese.
 • Setja lag af rjómaosti, borða með nachos og hafa þetta sem saumaklúbbsrétt.

Þetta er líka mjög ódýr réttur. Allt innihald í réttinn kostaði 2.000kr, það var með því að baunirnar og tómatarnir eru lífrænt svo það er dýrara. Það væri hægt að setja lítið af ost, keypt ólífrænt og sloppið með 1.500kr. Við borðuðum saman bara 1/3 af réttinum og afgangarnir verða frystir eða sendir í nesti. Svo þetta er mjög ódýrt og fljótlegt.

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 18.9.2012 by in Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: