Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Hafranammi

Ég get ekki tekið heiðurinn af þessari uppskrift, þessa fékk ég af einu uppáhalds matarbloggunum mínum hjá henni Ellu Helgu. Mér finnst rosalega gott að gera stóra uppskrift af þessu og síðan fæ ég mér svona í kaffinu ásamt ávexti og síðan líka sem kvöldsnarl. Þetta er alveg úber hollt og er bara algert nammi. Mæli eindregið með að skella í þetta.

 

Hafraklattar

 • 1 bolli hafrar
 • 1/2 bolli kókosmjöl
 • 1/2 bolli sólblómafræ
 • 1/4 bolli hveitikím
 • 1/4 bolli uppáhalds múslí eða t.d. sesamfræ.
 • 1/4 bolli niðurskornar aprikósur
 • 1/4 bolli niðurskornar döðlur
 • 1/3 bolli hunang
 • 1,5 msk smjör
 • 1/2 tsk vanilludropar

– Ég er ekki mikið fyrir apríkósur svo ég setti rúsínur.

-Ég setti í þrefalda uppskrift til að eiga nóg, hef í frystinum til að eiga.

-Það er alltaf örlítið þurrefni í afgang hjá mér.

Hræra saman höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum og hveitikími í stórri skál. Setja döðlur, aprikósur, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott og hræra saman þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við hunangsblönduna og hunangið rétt farið að bubbla. Færa þá pott af hita og byrja á því að skófla þurrefnum ofan í hunangspottinn þangað til áferðin er orðin að þínu skapi. Það var smá eftir af þurrefnum í mínum skammti. Rúmlega 1/2 bolli kannski?

Hella blöndunni á smjörpappír, móta í ferhyrning, svo að vefja það þétt með smjörpappír og strekkja vel. Svo setja skurðbretti ofan á og þjappa vel. Setja svo inn í ísskáp og bíða eftir að það harni, þá er óhætt að skera þá í bita. Í einni uppskrift þá sker ég lengjuna í 10 bita og í hverjum bita er rétt undir 200 hitaeingingar.

http://ellahelga.blog.is/blog/ellahelga/entry/941312/

 

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

2 comments on “Hafranammi

 1. Berglind Ósk
  12.9.2012

  Ég var að skella í svona uppskrift, nú bíð ég spennt eftir útkomunni.. 😀

  • nautnaseggir
   12.9.2012

   Þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Mér finnst rosalega gott að fá mér svona í kaffinu þegar ég er í skólanum. Tek þetta bara að heiman í boxi og epli og þá er maður bara góður fram að kvöldmat.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 11.9.2012 by in Snarl.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: