Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Hveitilausar bananalummur, eðalgúmmelaði!

Littla dýrið okkar vaknaði í morgun með hita og eiginmaðurinn vaknaði með þynnku, þannig að ég er búin að vera að dútlast í þrifum og eldhúsinu í dag. Við tiltektina þá tók ég eftir því að ég átti slatta af banönum sem voru alveg á síðasta séns og ákvað að reyna að gera eitthvað úr þeim. Eftir smá gúggl þá finn ég mjög girnilega uppskrift af bananalummum. Það er ekkert hveiti í þeim, bara malað haframjöl. Það tók enga stund að skella í þær.

Bananalummur

3 bananar (frekar litlir)
safi úr 1/2 sítrónu
2 msk fljótandi kókosolía
1 tsk hunang
2 egg
1 bolli haframjölshveiti (1 bolli af mjöli sett í matvinnsluvél og malað)
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/2 tsk salt

Byrja á að stappa bananana samam í skál. Bæta út í sítrónusafa, olíu og hunangi og hræra vel í með sleif.  Bæta eggjum út í og hræra vel.  Í annari skál er þurrefnunum blandað saman.  Vökvanum er svo hellt rólega yfir þurrefnin og blandað vel saman en passa að hræra ekki of mikið.
Gott er að leyfa þessu að standa í nokkrar mínútur.  Upplagt að ganga aðeins frá í eldhúsinu á meðan og gera pönnuna klára.
Mér finnst best a steikja upp úr blöndu af kókosolíu og íslensku smjöri.  Bara passa að hafa ekki of mikið af því.  Þeir sem eru með svona viðloðunarfríar pönnur þurfa auðvitað ekki mikið af olíu.
Þegar pannan og feitin eru orðin heit, þá skelli ég einni lítilli ausu af degi á pönnuna.  Þetta á að vera um það bil lófastórt.  Steiki lummuna í ca. 3 mínútur og sný henni svo við og steiki hana þar í svona rúmlega mínútu.  Ég kem tveimur til þremur lummum á pönnuna í einu.  Passa bara upp á hitann á pönnunni.  Gott að byrja með góðan hita, en lækka hann svo strax.
Það er svo auðvitað smekksatriði hvað hver og einn setur ofan á lummuna sína.  Krakkarnir vildu auðvitað bara strax fá sýróp.  Ég fór aðra leið og skellti ferskum jarðberjum ofan á hjá mér, ásamt smá gervirjóma, af því að það er sunnudagur.  Þær eru líka góðar með bananabitum, möndluflögum, kókos já og öllu mögulegu.

 

*Ég breytti þessari uppskrift örlítið, ég ákvað að sleppa sítrónusafanum þar sem mér fannst hann bara ekki passa við uppskriftina. Svo fannst mér þessi bolli af mulda haframjöli nóg, þannig að ég bætti ca hálfum bolla af ómuldu haframjöli við. Þær voru líka örlítið of sætar þannig að næst þá mundi ég velja að setja örlítið minna af hunangi saman við.

 

Þetta var alveg ofsalega gott og ég á pottþétt eftir að gera þessa uppskrift aftur.

 

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 8.9.2012 by in Bakstur.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: