Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Afmælismaturinn hans Madda! – Lasagnea and the works.

Í dag þá er elsku eiginmaður minn 34 ára gamall og þá ætlaði ég að gefa honum uppáhaldsmatinn hans, sem er lasagna. Það er ekki oft á boðstólnum hérna heima þar sem ég er með tómatofnæmi en ákvað að fórna mér fyrir teimið.

Lasagna er svo truflaðslega auðveldur réttur að gera að þetta er ekki uppskrift, frekar hugmynd að útfærslu. En kvöldmaturinn er:

Lasagna með heimatilbúnu hrásalati og ferskum maískólfi.

ef þið hafið ekki smakkað ferskan maískólf áður þá mæli ég með að þið skokkið í Bónus og fjárfestið í ca einum á mann. Þetta er svo ferskt og svo sætt og svo kostar þetta bara um 150kr/stk.

 

LASAGNA

  1. Ég byrjaði á því að skera niður það grænmeti sem ég vildi hafa niður í frekar smáa bita. Þetta voru 2 rauðlaukar, box af sveppum og 5 gulrætur. Ekki steikja það alveg í mauk því það á eftir að bakast í ofninum seinna meir. Fjarlægið síðan grænmetið af pönnunni og setjið í skál.
  2. Hendið hakkinu á pönnuna. Kryddið með salt og pipar. Ef þið hafið fylgst með fyrra bloggi okkar þá tók ég 3 rif af frosnum hvítlauk út og raspaði yfir hakkið. Helti svo góðri pastasósu yfir. Það kom frekar mikill vökvi úr hakkinu sem ég keypti að ég lét sósuna sjóða aðeins niður.
  3. Á meðan sósan sauð aðeins niður þá preppaði ég maísinn. Þetta er ekkert mál, skera bara á sverari endann og flysja draslið af.
  4. Svo er að setja lasagnað saman. Þá er bara ca þessi röð: hakk, grænmeti, kotasæla, pastaplötur. Endurtakið þangað til allt er búið.
  5. Þá er lasagnað sett inn í ofn við 200°c í 20 mínútur, eftir það er því kippt út gluðað osti yfir og svo aftur inn í 5 mínútur.
  6. Á meðan rétturinn var að bakast þá gerði ég hrásalatið.

Hrásalat

Þessa uppskrift fann ég inn á Heilshugar sem er eitt af mínum uppáhalds matarbloggum. Rosalega auðvelt að gera og rosalega ferskt og gott. Uppskriftin er tekin beint af síðunni þeirra.

2 gulrætur (rifnar)
100 gr kálhaus
½ gúrka
½ dós 5-10% sýrður rjómi
1 tsk sinnep (má sleppa)
1 dós ananaskurl
salt + pipar eftir smekk
grænmeti saxað smátt og blandað saman ásamt sýrða rjómanum, sinnepi og kryddi.

 

Þó ég segi nú sjálf frá þá var þetta truflaðslega gott. Við fengum líka gesti í mat, annar gestanna vinnur á Súfistanum og hún kom með úrval af afmæliskökum. Maddi fékk að sjálfsögðu köku, kerti og afmælissöng!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

One comment on “Afmælismaturinn hans Madda! – Lasagnea and the works.

  1. Bakvísun: Letileg Shepherd’s Pie « Nautnaseggirnir

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 25.8.2012 by in Kjöt og hakk, Pasta.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: