Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

GRÝTA

Alveg frá því ég var lítil þá var nokkuð oft grýta í matinn heima hjá mér. Auðveldur heimilismatur, bara bæta við vatni, mjólk og hakki út í duftið og voila! Eftir að ég flutti að heiman fyrir ca 13 árum þá hef ég margoft haft þetta í matinn, það finnst einhvernmegin öllum þetta ofsalega gott! Fyrst þegar ég byrjaði að kaupa þetta þá kostaði pakkinn af þessu um 200kr minnir mig, svo liðu árin og ég tók eftir því í fyrra að pakkinn af þessu var komin langt yfir 700kr! Það fannst mér og Madda bara einum of mikið rukkað fyrir duft í pakka með þurrkuðum svepp.

Þá fór Maddi að kynna sér uppskriftir að svona grýtum og það kom í ljós að það er mjög auðvelt að búa til svona. Þetta er líka rosalega ódýrt og hentugt til að vinna í því að tæma grænmetisskúffuna. Uppistaðan í þessu er hakk, grænmeti og sýrður rjómi.

Grýta

Hakk

1x dós sýrður rjómi

Grænmeti. Það sem við notuðum var laukur, paprika, gulrætur og sveppir. Þetta er bara það sem var til inn í ísskáp.

Síðan settum við kókósmjólk sem er ekki í uppskriftinni en Maddi hafði verið að búa til holla íspinna handa Áróru svo hann notaði afganginn út í grýtuna.

 

  1. Steikið laukinn á pönnu og bætið paprikryddi út á það. Eftir það bætið grænmetinu eftir hversu langa eldun það þarf. Hjá okkur var það gulrætur, paprika, sveppir.
  2. Þegar grænmetið er orðið meyrt (samt smá bit í því) þá er það tekið af pönnunni og sett í skál. Hakkið sett á pönnu og steikt. Þegar það er steikt í gegn þá má setja grænmetið út á aftur.
  3. Takið eina dós af sýrðum rjóma og skellið út á grænmetið og hakkið. Ef þið eigið afgangs rjóma eða kókosmjólk þá má hún fara með líka. Sjóðið aðeins niður.
  4. Bætið kjötkraft út á og kryddið eftir smekk.
  5. Voila! Þetta er tilbúið
  6. Apply to face!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

2 comments on “GRÝTA

  1. Bakvísun: Letileg Shepherd’s Pie « Nautnaseggirnir

  2. Bakvísun: Flatbrauð og hummus | Nautnaseggirnir

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 20.8.2012 by in Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: