Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Opinn kjúklingabörger með frönskum úr sætum kartöflum

Kvöldmaturinn í dag varð til að mestu vegna þess að ég nennti alls ekki út í búð, þannig að ég þetta er allt eitthvað sem ég fann eftir að grafa í ísskápnum. Var líka í stuði fyrir einhvern góðan, djúsí mat. Maddi var allaveg mjög ánægður með þetta og sagðist vilja fá þetta aftur!

 

Opinn kjúklingabörger

 • Hveitikím
 • Kjúklingabringa
 • Hunang
 • Hnetur
 • Sveppir
 • Matreiðslurjómi
 • Sætar kartölfur
 • Misc krydd

 

 1. Hendið hveitikím í skál og kryddið með einhverju góðu kryddi. Ekki salta það en það er gott að setja gott grænt krydd eða pizzakrydd. Bætið síðan smá vatni þangað til að þetta er í fínri þykkt. Svo er þetta steikt á pönnu þangað til þetta er gulbrúnt báðum.
 2. Kjúklingabringan er síðan tekin og þerruð með eldhúspappír. Hnetur settar í matvinnsluvél og muldar fínt. Svo setti ég ca 1tsk af hunangi á bringuna og smurði á (kjúklingabringuna sko). Veltið svo bringunni upp úr hnetunum og inn í ofn í 40mín við 180°c.
 3. Takið síðan 1 stóra sæta kartöflu og skerið í frönskur. Húrrið síðan öllu klabbinu í poka, hellið olíu yfir og góðu salti og hristið! Þá á bökunarplötu og inn í ofn í 30-40mín. Hrista upp í þeim nokkrum sinnum á meðan þær bakast.
 4. Skerið svo sveppina í frekar þykka bita og steikið á pönnu, kryddið með salti og pipar. Þegar þeir eru steikti í gegn, setjið þá slurk af matarrjóma út á og sojasósu. Ég setti sjálf fljótandi nautakraft því sojasósan var búin. Smakkið til og ákveðið sjálf hversu bragðsterkt þið viljið hafa þetta. Leyfið síðan rjómanum að sjóða aðeins niður.
 5. Setjið þetta síðan allt saman and apply to face!

This slideshow requires JavaScript.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 14.8.2012 by in Kjúklingur, Meðlæti.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: