Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Hollustu súpa

Ég er þvílíkt kát yfir því hvað við fengum marga gesti inn á síðuna, það hvatti mig bara til að skella í aðra færslu.

Í kvöld þá ákvað Maddi að gera súpu upp úr nýrri uppskrifabók sem við vorum að eignast sem heitir Heilsuréttir fjölskyldunnarÞað tók smá tíma að gera hana ( ca 1klst) en mest af þessum tíma fór í að brytja niður grænmetið. En hún var þess virði, smakkaðist þvílíkt vel og maður varð vel saddur af henni.

Hollustusúpa – falið grænmeti

 • 1 laukur
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 1msk paprikuduft
 • 2 lárviðarlaug
 • 1 rauð paprika
 • 3 gulrætur, skornar í bita
 • 1/2 sæt kartafla, skorin í tenginga
 • Brokkolí – ekki mikið, má sleppa
 • 100gr tómatpúrra
 • 1200ml vatn
 • 3 tsk grænmetiskraftur
 • 3-4 tómatar
 • 1 bolli rauðar linsubaunir
 • salt + pipar

Okkar breytingar:

-Þar sem aulinn ég er með ofnæmi fyrir tómötum þá slepptum við þeim, en ekki púrrunni.

-Við notuðum ekki linsubaunir því þær voru ekki til hérna heima, Madda til mikillar gremju því ég hafði farið spes ferð í Bónus að kaupa linsubaunir en labbaði út með tómatsósu og banana.

-Maddi bætti smá Chayenne við súpuna, það gaf henni örlítið kick en var ekki sterk samt.

 1. Setur olíu í pott, sneiðir laukinn og hvítlaukinn og hendir út á.
 2. Skerið niður grænmetið í smáa bita (svo það taki minni tíma að eldast) og hendir út í, ásamt slatta af paprikudufti.
 3. Leyfið að malla örlítið
 4. Setjið tómatpúrruna út í, vatnið og linsubaunirnar.
 5. Látið malla í 20-25 mínútur.
 6. Maukið í matvinnsluvél eða með töfrasprota

Gott er að bera þetta fram með soðnu eggi og sýrðum rjóma/grískri jógúrt.

This slideshow requires JavaScript.

—–

Svona að lokum þá ætlaði ég að henda inn smá tips, fyrst ég var að standa í því á meðan Maddi var að elda.

Ready hvítlaukur

Hérna árum áður þá keyptum við alltaf pakkningu af hvítlauk sem við notuðum lítið af (örugglega bara leti við að afhýða hann) og hann endaði alltaf með því að mygla, varð þurr og gúmmílegur. En fyrir nokkrum árum þá byrjaði ég (ég segi ÉG því ég er sú eina á heimilinu sem nennir þessu) að taka mikið magn af hvítlauk, afhýða, setja í góða tvöfalda poka og inn í frystir.

Þá þegar við erum að elda og ætlum að nota hvítlauk þá tökum við hann út úr frystinum og röspum hann út í matinn. Þetta er þvílíkt þægilegt og smakkast jafn vel og ferskur finnst mér.

Ég tók 12 heila hvítlauka áðan og tók utan af þeim öllum og frysti, ferlið tók ca 1.5 klst en þetta dugar í marga mánuði. Ef maður geymir hann í góðum poka (ég set þá í tvo góða) þá er í lagi að hafa hann í frystinum í svona langan tíma.

Auglýsingar

2 comments on “Hollustu súpa

 1. Ólína M. Jónsdóttir
  13.8.2012

  Þarf að prófa þessa uppskrift. Ánægð með ykkur að gera svona matar blogg.
  Kv. Lóló frænka

 2. Bakvísun: Afmælismaturinn hans Madda! | Nautnaseggirnir

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 13.8.2012 by in Grænmetisréttir.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: