Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Eldhúsvinna síðustu daga!

Þá er komið að formlega fyrsta blogginu okkar hérna. Þetta er fínn tími fyrir það þar sem við erum bæði í sumarfríi og höfum þá þrek og metnað til þess að elda eitthvað almennilegt í matinn.

Ákvað að henda inn smá myndum af snarli, morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

SNARLIÐ

Núna í vikunni þá rakst ég sóðalega girnilega uppskrift af súkkulaði próteinstöngum, skellti í eina uppskrift og er í einu orði þá er þetta „gúrmei“.

Prófaði nýja töfrasprotann minn við að tæta möndlurnar, ég var síðan enga stund að henda í eina tvöfalda uppskrift, svo fer þetta bara inn í frystir og skorið í 24 bita (ef þetta er tvöföld). Í einfaldri uppskrift eru 1270 hitaeiningar svo að hver biti inniheldur bara 100 hitaeiningar.

MORGUNMATUR

Á seinasta degi sumarfrís eiginmannsins þá ákvað ég að vera góð við hann og gaf honum morgunmat í rúmið. Skar niður melónu og banana, próteinstöng sem ég gerði kvöldið áður og uppáhalds teið hans. Hann var þrusu kátur með þetta, svo kátur að hann sofnaði aftur.

HÁDEGISMATUR

Ég hef oft verið að reyna að gera ommilettu sem er góð, þangað til í fyrir stuttu þá hafði ég alltaf feilaði hryllilega. Kom út vont, bragðlaust og ógirnilegt. En núna held ég hafi dottið niður á eitthvað gott því ég gerði ommilettu í hádegismat um daginn og hún var bara ansi góð.

Í þessari voru 3 egg, rækjur, snjóbaunir og rauð paprika. Eggjahræruna kryddaði ég svo með salt, pipar, steinselju og basiliku. Þetta dugaði fyrir okkur hjónin í hádegismat og var hver skammtur bara um 220 hitaeiningar.

Ommiletta

KVÖLDMATUR

Við komum heim þreytt eftir 2 klukkustunda langan sundsprett með littla dýrinu og vorum í einu orði sagt þreytt. Vissum ekkert hvað við ættum að vera með í matinn svo við ákváðum að „improvæsa“ aðeins.

Steiktum 3 kjúklingabringur, suðum 250 brokkolí, 250 gr af hýðishrísgrjónum, og steiktum 250 gr af sveppum. Svo rifum við niður bút af engiferi og 4 rif af hvítlauk og steiktum það upp úr olíu. Svo bættum við við fullt af kryddi eins og salt, pipar, reyktri papriku, cummin, túrmeric og chilli. Svo var hent 1.5 dl af matreiðslurjóma og 1 dl af hreinni jógúrt út í mixið og suðum aðeins niður. Svo var þessu öllu hent saman og hent á borðið og þetta var borðað með bestu lyst.

Allt magnið í pottinum var 1450 gr og 1220 hitaeiningar. Það þýddi að skammturinn sem ég fékk mér (og var PAKKsödd af) sem var 330gr þá voru aðeins 392 hitaeiningar.

Lítur kannski ekki rosalega vel út á mynd en var samt rosalega gott!

-A

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 11.8.2012 by in Grænmetisréttir, Snarl.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: